Partýland
Kökutoppar með nafni
Kökutoppar með nafni
Ekki tókst að hlaða framboði á afhendingum
Lífgaðu upp á veisluna þína með fallegum og sérsniðnum kökuskreytingum! Hvort sem þú ert að fagna stórafmæli, fermingu, giftingu eða afmæli, við getum búið til kökuskrautið fyrir þig. Allt frá nöfnum og sérstökum táknmyndum - möguleikarnir eru endalausir.
Allar okkar kökuskreytingar eru þrívíddar prentaðar úr PLA plasti á Norðurlandi. Þetta framúrskarandi plastefni er unnið úr jurta auðlindum eins og maíssterkju og er niðurbrjótanlegt. Plastið er í flottum og skærum litum og einstök nákvæmni er í hönnun. Kökutopparnir geta enst mjög lengi ef vel með farið.
Af hverju kaupa köku toppa frá okkur?
- Endast lengur: Kökutopparnir frá Partýlandi endast töluvert lengur.
- Vistvænt val: Skilur eftir sig minni fótspor, unnið úr endurnýjanlegum efnum.
- Fallegir litir: Erum með mikið úrval af litum til að nota í þína skreytingar.
- Eftir þínu höfði: Kökutopparnir frá okkur eru búnir til frá grunni eftir því hvað þú vilt hafa á þinni köku.
Leyfðu okkur að hjálpa þér að gera kökuna þína flottari í veislunni þinni!
Allir kökutoppar taka tíma í vinnslu og því mælum við með því að panta tímanlega!
Nokkrir mikilvægir punktar til að hafa í huga:
- Má reikna með 4-7 dögum í framleiðslu.
- Kökutopparnir fara í endurvinnslutunnuna.
- Við mælum ekki með að setja köku toppana í uppþvottavél, og ekki vaska upp með heitu vatni.
Allir kökutoppar eru unnir í samstarfi við 3Dnorthiceland.







